Fyrirtækið

HM Lyftur var stofnað 1994 af Hafsteini Magnússyni vélvirkjameistara og sonum hans, Kára og Magnúsi. Starfssvið fyrirtækisins er lyftusmíði á fólks-, vöru- og matarlyftum, sérsmíði, lyftuþjónusta og endurbætur á lyftum.

HM Lyftur eru íslensk smíði að mestu leyti. Við kaupum lyftuhurðir af www.sematic.com og hnappa af www.dewhurst.co.uk, frá Bretlandi og vökvakerfi af www.gmv.it frá Ítalíu, en að öðruleyti er lyfturnar smíðaðar af HM Lyftum. HM Lyftur eru með umboð fyrir Metron lyftur. https://www.metronsa.eu/en/ HM Lyftur sérsmíða lyftur í hvaða lyftustokk sem er.

HM lyftur eru CE vottaðar í samræmi við reglugerð 342/2003, tilskipun 95/16/EC. Samkvæmt aðferðagreiningu G. Unit verification. Staðall EN-81-2. HM Lyftur eru útteknar af BSI á Íslandi CE 1302. Starfsstöðvar HM Lyftna eru Gagnheiði 31 Selfossi. HM Lyftur hafa smíðað og sett upp lyftur frá 1990, yfir 300 lyftur hafa verið smíðaðar.

Meðal viðskiptavina okkar eru Ríkiskaup, Reykjarvíkurborg, Landsvirkjun, Minjavernd, bæjarfélög um allt land, hótel og byggingarverktakar t.d. JÁ verk, Ístak og fleiri. HM Lyftur eru sterkbyggðar, auðveldar í þjónustu og rekstri og hafa langan líftíma.
Image
Image
Magnús Hafsteinsson magnus@hmlyftur.is
S : 896 0231
Kári Hafsteinsson hmlyftur@simnet.is
S : 896 0231
Magnús Már MagnússonVélvirkjameistari mm@hmlyftur.is
S : 846 5098